
All You Need is Love
Öll verkefni á að vinna á ensku.
Nema annað sé tekið fram.
Skylduverkefni 1:
Taktu þig upp lesa textann á bls. 6 í Text Book. Vandaðu lesturinn.
Veldu annað hvort A eða B
A) Eftir að hafa leiklesið textann er komið að því að setja hann á hvíta tjaldið. Útbúið stuttmynd úr þessu verki. Hér skiptir máli að læra textann (alla vega lítinn hluta í einu) og klippa svo öll herlegheitin saman.
B) Gerðu verkefni A - B - C - D - E - F í Workbook á bls. 6-8.
Ef þið vinnið saman þurfa allir aðilar að vinna í sína bók.
Sendið inn skjámyndir en síðan tökum við inn bækurnar við annaskil.



Kafli 1:
Lestu listann á bls. 7, það sem er stjörnumerkt. Finndu eða semdu 10 staðreyndir í viðbót um ást, sambönd og vináttu og skilaðu inn þínum lista. Þú mátt semja sjálf(ur).
Skylduverkefni 2:


Bls. 6-7
Bls. 8-10
Skylduverkefni:
Vinnið tvö til þrjú saman og takið ykkur upp leiklesa textann. Verið búin að lesa hann yfir og breytið endilega röddum og glæðið verkið lífi.
Valverkefni:





Settu þig í spor Sophie (hér skiptir kyn ekki máli, strákar verða líka skotnir í stelpum). Þú ert rosalega hrifin(n) af einhverri manneskju en þorir ekki að segja henni frá því.
Skrifaðu 100 orð. Þú ræður hvort textinn sé ástarbréf eða hvort textinn sé um hvað þú myndir gera til að láta manneskjuna vita hvernig þér líður. Hér er ekki nauðsynlegt að nota nein nöfn (það má semja þau), það er heldur ekki nauðsynlegt að segja sannleikann (þetta má vera algjör skáldskapur).
Skylduverkefni:
Bls. 11-14
More Than Just Friends
You Can't Control Love


Veldu annað hvort A eða B
A) Skrifaðu annað hvort texta eða segðu frá (og taktu upp) uppáhalds rómantísku gamanmyndinnni þinni. Ef þú átt enga uppáhalds máttu bara velja þér hvaða mynd sem er svo framarlega að hún sé flokkuð sem rómantísk gamanmynd.
B) Gerðu verkefni A - B - C - E - G í Workbook á
bls. 10-12.
Ef þið vinnið saman þurfa allir aðilar að vinna í sína bók.
Sendið inn skjámyndir en síðan tökum við inn bækurnar við annaskil.
Valverkefni:






Málfræði:
Á bls. 156-157 í vinnubók er fjallað um sagnirnar WOULD og SHOULD. Leystu verkefnin í bókinni. Notaðu Google til að finna meiri upplýsingar um þessi málfræðiatriði (ef þér finnst þörf á því). Lærðu reglurnar.
Hér eru æfingar sem þú getur prófað.
Á bls. 133 og 134 í vinnubók er fjallað um PAST PERFECT eða lýsingarhátt þátíðar OG á bls. 141-144 er fjallað um ADVERBS OF TIME AND MANNER eða atviksorð sem tengjast tíma og hegðun. Leystu verkefnin í bókinni. Notaðu Google til að finna meiri upplýsingar um þessi málfræðiatriði (ef þér finnst þörf á því). Lærðu reglurnar.
Hér eru æfingar sem þú getur prófað.
Málfræði:




Veldu annað hvort A eða B
A) Skrifaðu annað hvort 100 orða texta eða segðu frá í 1 mínútu og 15 sekúndur hvað þú myndir gera ef þú myndir lenda í sporum Juno eða Paulie núna í vetur (þ.e. í 9. bekk).
B) Gerðu verkefni A - B - D - F í Workbook á
bls. 18-19.
Ef þið vinnið saman þurfa allir aðilar að vinna í sína bók.
Sendið inn skjámyndir en síðan tökum við inn bækurnar við annaskil.
Valverkefni:
Útbúðu 30 orða glósulista úr textanum.
Skylduverkefni:
Juno
Bls. 16-17
Veldu annað hvort A eða B
A) Semdu 30 orða smáauglýsingu sem flokka mætti undir einkamál (svipað og í textanum). Svaraðu svo auglýsingunni sem áhugasamur einstaklingur með 70 orða texta.
B) Gerðu verkefni A - C - D í Workbook á
bls. 20-21.
Ef þið vinnið saman þurfa allir aðilar að vinna í sína bók.
Sendið inn skjámyndir en síðan tökum við inn bækurnar við annaskil.
Valverkefni:
Útbúðu krossgátu úr snákaorðunum á bls. 20. Það eru til ýmsar heimasíður sem bjóða upp á krossgátugerð. Googlaðu eða búðu hana bara til alveg sjálf(ur).
Skylduverkefni:
The Mum Hunt
Bls. 18-19
Veldu annað hvort A eða B
A) Endursegðu söguna munnlega og taktu upp. Notaðu öll þessi orð. 1 mínúta og 15 sekúndur.
Annie´s room
quiet music
meet in the doorway
the hug
“just be friends”
on the beach
“I love you”
the letter
Liza´s reaction.”
B) Gerðu verkefni A -B - C - D - E í Workbook á
bls. 22-23.
Ef þið vinnið saman þurfa allir aðilar að vinna í sína bók.
Sendið inn skjámyndir en síðan tökum við inn bækurnar við annaskil.
Valverkefni:
Skrifaðu hreinskilið bréf til eins kennara þíns. Ekki láta nafnið á kennaranum koma fram. Segðu frá hvað þér þykir um námið hjá þessum kennara. Alls ekki skrifa neitt um hvað þér finnst um kennarann sjálfan sem persónu, skrifaðu eingöngu um hvað þér finnst um námið, námsefnið o.s.frv. 100 orð.
Skylduverkefni:
Annie on My Mind
Bls. 20-22






Veldu annað hvort A eða B
A) Þýddu hálfa bls. 23 yfir á íslensku. (Byrjar eða enda á "What?" sem er nokkurn veginn á miðri blaðsíðunni.
B) Gerðu verkefni A -B - C - D - F í Workbook á
bls. 24-25.
Ef þið vinnið saman þurfa allir aðilar að vinna í sína bók.
Sendið inn skjámyndir en síðan tökum við inn bækurnar við annaskil.
Valverkefni:
Finndu 40 orð úr textanum (helst sem þú veist ekki hvað þýða) og útbúðu glærukynningu. Hafðu um 5 orð á glærðu, þýddu þau yfir á íslensku og settu inn einhverjar myndir með sem tengjast orðunum.
Skylduverkefni:
Am I Blue?
Bls. 23-27
































