top of page

Menn um víða veröld

Veldu eitt af eftirfarandi verkefnum.

 

A) Taktu myndir af Íslendingum í sama anda og myndir Nelsons af ttbálkunum. Gættu þess að myndirnar séu eins „íslenskar“ og hægt er og sýni eitthvað sem er dæmigert eða mikilvægt í íslenskri menningu (fjölskylda, samvera, hefðir, siðir).

 

B) Kynntu þér filippseyska matargerð og segðu frá í máli og myndum. Gerðu myndband, bók eða aðra kynningu.

 

C) Gerðu kort af Jörðinni á gólf / í sand / í snjó og notaðu tveggja lítra flöskur til að tákna mannfjölda í hverri heimsálfu. Tveir lítrar eru einn milljarður manna. Ef þú þarft að tákna lægri tölu þá hefur þú minna í flöskunni. Notið vatn og matarlit eða annan litaðan vökva. Raðið flöskunum á réttar heimsálfur.

 

D) Taktu upp eigið tónverk (a.m.k. þinn eigin texti eða bæði lag og texti) gegn fordómum. Þú mátt velja nálgun, getur tekið fyrir fordóma gegn konum, ungu fólki, kynþáttum eða öðrum þáttum. 

 

Lokaverkefni:

Hér er gott að notast við glósurnar.

Kafli 5: 

bottom of page