top of page

Cities

Öll verkefni á að vinna á ensku.

Nema annað sé tekið fram.

Skylduverkefni:

Þið eigið að gera kynningu um einhverja borg (lágmark 500.000 íbúar). Byrjið á að velja ykkur borg, berið valið undir kennara því hann þarf að samþykkja valið.

 

ÞAÐ MÁ BARA VELJA HVERJA BORG EINU SINNU, Þ.E.
ENGIR TVEIR (HÓPAR) MEGA VELJA SÖMU BORGINA).

 

Kynningin á að vera lágmark 10 glærur:

Þar telja með forsíða og lokaglæra.

 

Forsíðan á í raun bara að vera mynd eða myndir, nafn borgarinnar og nöfnin ykkar.

 

Lokaglæran á að vera nokkurs konar þakkarglæra þar sem þið þakkið fyrir áheyrnina og takið við spurningum.

 

Það sem þið getið fjallað um.

  • Sögu borgarinnar (history)

  • Samgöngur (transportation)

  • Fólk (people)

  • Kennileiti (landmarks)

  • Pólitík og/eða stjórnkerfi (politics and/or goverment)

  • Lög (laws)

  • Fjöll, vötn, ár og/eða þjóðgarða (mountains, lakes, rivers and/or national parks)

  • Hatíðir (festivals)

  • Vörur (products)

  • Stríð (wars)

  • Tónlist, leikhús og/eða bíómyndir (music, theatre and/or cinema)

  • Plöntur og/eða dýr (plants and/or animals)

  • O.fl.

 

Vinna verkefnisins snýst um þrjá hluti.

 

Það fyrsta eru glærurnar og efniviðurinn sem þið veljið, ekkert bull.

 

Annað er handritið sem þið þurfið að gera (600 orð). Skrifið handritið upp orðrétt eins og þið ætlið að kynna. Gott er síðan að úbúa punkta eða glósur úr handritinu og æfa frásögnina út frá því.

 

 

Það þriðja er síðan kynningin sjálf þar sem framsögn, orðaforði, framburður og öryggi skiptir máli.

 

Glærurnar megið þið vinna í hvaða forriti sem er sem býður upp á glærur. Keynote, Google Drive, Haiku Deck o.s.frv. Handritið verðið þið að vinna á Google Drive og deila með kennara svo hann geti fylgst með framvindu. Þar getið þið þá líka spurt kennara spurninga og/eða beðið um hugmyndir.

 

Nokkrir hlutir:

  • Ekki lesa beint upp frá glærunum (þess vegna eigið þið að gera handrit). Snúið ekki baki í áheyrendur.

  • Notið myndir í meira mæli en texta á glærunum. Verið duglegri að segja það sem þarf að koma fram, myndirnar styðja síðan við ykkar frásögn/handrit.

 

STRANGLEGA BANNAÐ AÐ AFRITA TEXTA BEINT AF NETINU, EF KENNARI VERÐUR VAR VIÐ ÞAÐ,

ÞÁ FÁIÐ ÞIÐ NÚLL.

 

Kynningar verða síðan í enskutímum (tvöfalda tímanum) í seinni vikunni þannig að þið verðið að ljúka við kynninguna ykkar í síðasta lagi á mánudeginum. 

 

Kafli 1: 

Dæmi um uppsetningu handrits:

 

Slide 1:

  • Hello, my name is ????? and this is ????? and ?????. We are going to tell a little bit about Kuala Lumpur.

 

Slide 2:

  • Kuala Lumpur is the capital city of Malaysia which is a country in Asia.

  • The population in the city itself is about one point six million but just over six and a half million in the metro area.

  • ???????????

 

Slide 3:

bottom of page