top of page

Ferðalög

Skylduverkefni 1:

Mörg ykkar hafa farið til útlanda þó auðvitað ekki öll. Það elska flestir að ferðast, þá einkum og sér í lagi við Íslendingar. Ár eftir ár sleikja sólarþyrstir Íslendingar sólina á ströndum víðsvegar um Evrópu, talað var um að við Íslendingar ættum heimsmet í utanlandsferðum miðað við höfðatölu hérna fyrir hrun, og nýlega bárust af því fréttir að utanlandsferðir landans nálgast nú óðfluga fyrri hæðir. Margir spennandi ferðamanna staðir eru í Evrópu.

Í þessum verkefnum er mikilvægt að glósa. Það má gera bæði í tölvu eða á blað.

Skylduverkefni 2:

Þú ert að fara í bakpokaferðalag um Evrópu með vini þínum eða vinkonu. Verkefni er að skipuleggja það ferðalag og búa til stutta kynningu. Það má skila með myndbandi, kynningu, ritgerð eða ljósmyndabók (+ texta) þar sem þú segir frá skipulagi ferðarinnar þar sem þú byrjar og endar á Keflavíkurflugvelli.

Segðu stutta ferðasögu um ferðalag sem þú hefur farið innan Evrópu, á bilinu 200 til 300 orð, ritun.

Kafli 2: 

bottom of page