
Náttúruvísindi í fréttum
Skylduverkefni:
Markmið
-
Að nemendur skoði hvort fjallað er um náttúrvísindi í fréttum.
-
Að nemendur verði meðvitaðir um hvað er fjallað í fréttum sem tengjast náttúruvísindum.
-
Að nemendur geti mótað sér skoðun á því sem fjallað er um í fréttum sem tengist náttúruvísindum.
-
Að nemendur þjálfist í framsögn og undirbúningi við hana.


Kynntu þér hvernig fjallað er um náttúruvísindi í fjölmiðlum (sjónvarp, útvarp, vefmiðlar) Skoðaðu a.m.k. 2 fréttir eða umfjöllun um náttúruvísindi (eðlisfræði, efnafræði, jarðfræði, líffræði, stjörnufræði, veðurfræði). Hvað finnst þér athyglisverðast varðandi fréttirnar/umfjöllunina, hvernig er hún byggð upp. Er hún grípandi og vekur áhuga?
Settu slóðina á fréttina á blað og segðu i stuttu máli um hvað hún fjallaði og hvað þér fannst um fréttina. Gerðu þetta fyrir báðar fréttirnar og skilaðu svo verkefninu í skilamöppuna þína.
Áætlaður tími í verkefni 1 til 2 kennslustundir.