top of page

Náttúruvísindafrétt

Skylduverkefni:

Markmið

 

  • Að nemendur skoði hvort fjallað er um náttúrvísindi í fréttum.

  • Að nemendur verði meðvitaðir um hvað er fjallað í fréttum sem tengist náttúruvísindum.

  • Að nemendur geti mótað sér skoðun á því sem fjallað er um í fréttum sem tengist náttúruvísindum.

  • Að nemendur þjálfist í framsögn og undirbúningi við hana.

Nú ertu búin(n) að kynna þér hvernig fjölmiðlar fjalla um náttúruvísindi. 
 
Í þessu verkefni átt þú að nýta reynslu þína og búa til frétt sem tengist náttúruvísindum. Hún getur t.d. verið um einhverja nýja uppgötvun, eitthvað sem er að gerast í náttúruvísindageiranum, frétt af vísindamönnum, frétt af skrítnum hlutum í náttúrunni, frétt af vísindaleiðöngrum.  Þið megið líka skálda upp frétt sem tengist náttúruvísindum. 

Gleymið ekki að geta heimilda, upp úr hverju er fréttin unnin ef þið styðjist við tilbúnar fréttir. 

 

Skil mega vera skrifleg í fréttaformi, fréttamynd, útvarpsfrétt eða vefsíða. Lengd fréttar í flutningi má ekki vera meiri 3 mínútur.

 
Áætlaður tími 4 til 5 kennslustundir.

Kafli 2: 

bottom of page