top of page

Almennar spurningar

Skylduverkefni:

Kafli 1: 

Svarið öllum spurningum í heilum málsgreinum.

  1. Hvað er Baldur að gera þegar hann lendir í slysinu

  2. Hera ákveður að gerast MÁLMHAUS/METALHEAD. Hvað gerir hún til að staðfesta það?

  3. Hvers vegna fer Hera aldrei með rútunni til Reykjavíkur?

  4. Eftir að hafa verið að drekka með kúnum í fjósinu, hvert fer Hera og hvað gerir hún eftir það?

  5. Hvað heitir bærinn sem fjölskyldan á heima á?

  6. Hvar fer Hera að vinna?

  7. Hvar er ballið og svo þorrablótið?

  8. Af hverju vill Karl, pabbi Baldurs henda dótinu hans?

  9. Af hverju verður Hera svona spennt þegar hún sér umfjöllun um kirkjubrennur í Noregi í fréttunum?

  10. Hvað skilur Knútur, vinur Heru ekki þegar hann kemur með trúlofunarhringinn til hennar?

  11. Af hverju vill Hera frelsa kýrnar?

  12. Hvað var Hera gömul þegar Baldur dó?

  13. Af hverju kyssir Hera prestinn?

  14. Karl, pabbi Heru brotnar niður inni í skemmu og kennir sér um slysið, hvað sérstaklega?

  15. Foreldrarnir eru að skemmta sér og virðast sátt í fyrsta sinn í langan tíma. Hvað virtist hressa þau við?

  16. Hera misskilur prestinn og heldur að hann hafi verið að reyna við sig. Hvernig hefnir hún sín þegar hann hafnar henni?

  17. Hvert flýr Hera?

  18. Hvenær og hvers vegna ákveða foreldrarnir að taka dótið hans Baldurs?

  19. Hver kemur til Heru í fjallakofann (í draumi?)?

  20. Hvað er um að vera heima hjá Knúti þegar Hera kemur niður af fjallinu?

  21. Hera flytur inn til Knúts og lifir nokkuð eðlilegu sveitalífi þangað til nokkuð gerist. Hvað er það sem gerist?

  22. Af hverju hættir Hera svo með Knúti?

  23. Af hverju hættir Hera að spila lagið á þorrablótinu?

  24. Hvernig sjáum við í lok myndarinnar að fjölskyldan virðist orðinn sátt hvert við annað?

  25. Skoðaðu textann við lagið Svarthamar (hérna til hægri). Skrifaðu rímorðin upp.

  26. Finndu merkingu feitletruðu orðanna og skráðu.

 

BÚIÐ TIL EITT SKJAL FYRIR ÖLL VERKEFNIN Í MÁLMHAUS INNI Á DRIVE OG SETJIÐ ÞAÐ UPP SKILMERKILEGA.

Svarthamar

 

Hold og blóð 

að moldu skaltu verða

vígamóð

allt skal fá að brenna 

 

Sviðin jörð 

gleypir hina bestu

sviðin jörð 

drepur allt að mestu  

 

Sársaukin

dregur úr mér andann

þína skál 

teyga svarta sanda

svo langt sem augað nær

fennir yfir engi

svo langt sem augað nær

fennir vel og lengi

bottom of page