top of page

Reiði bls. 37-54

Skylduverkefni:

Kafli 1: 

Úr bókinni Smásagnasmáræði sem nálgast má hvort sem er á bókasafninu eða hljóðbókina með því að smella á myndina hérna fyrir neðan.

 

Allir ná sér í bók á bókasafninu.

Hvor saga er einn kafli,

1. Kafli er þá Reiði og 2. Kafli Þúsund orða virði

Svara. Búa til google docs skjal og svara spurningunum inn á það. Einnig má svara á blað og taka mynd af því og setja inn í möppuna ykkar. Ef ykkur hugnast hvorugt þá má að sjálfsögðu taka spurningarnar fyrir munnlega, sem sagt taka svörin ykkar upp (hvort sem er á mynd eða eingöngu hljóð). Hér er í góðu lagi að ræða saman um skoðanir ykkar en hver og einn skilar í sína möppu.

 

  1. Hvað útskýrir sterkar og blendnar tilfinningar Kötlu til mömmu sinnar? Er sýndarmennska mömmunar raunveruleg eða litast hún af reiði Kötlu?
     

  2. Grjótskriða í maganum, snjóhríð í hausnum, flóð þrýstir á augnkúlurnar.“ Lýstu hvernig náttúran, líkaminn og tilfinningarnar blandast saman í sögunni.
     

  3. Af hverju kyssti Frikki Kötlu á skólaballinu og fór svo að vanga við Sólrúnu?
     

  4. Hvaða áhrif hefur það á frásögnina að það kemur ekki í ljós fyrr en undir lokin að „pabbinn“ er ekki raunverulegur pabbi Kötlu? Hver er staða kennar gagnvart honum eftir skilnaðinn? Er hann sá eini sem enn hefur ekki svikið hana
     

  5. Er jarðskjálftinn í lokinn raunverulegur eða aðeins táknræn mynd fyrir líðan Kötlu? Hvaða slímgræna flóðbylgja er þetta?

Hér er í góðu lagi að ræða saman um skoðanir ykkar en hver og einn skilar í sína möppu.

 

  1. Veljið ykkur 8 samfelldar línur úr sögunni og skrifið upp textann á línustrikað blað, takið mynd af því og setjið í möppuna ykkar.
     

  2.  Endursegið söguna á myndbandi eða á hljóðupptöku.
     

  3. Hvernig verður næsta vika í lífi Kötlu? Segið í stuttu máli frá því hvernig þið haldið að næsta vika í lífi hennar verði.
     

  4. Semjið ljóð um efni sögunnar?
     

  5. Af hverju eru Katla og Sólrún ekki lengur vinkonur? Verða þær einhvern tíma aftur vinkonur? AF hverju?

Valverkefni:

Veldu verkefni af þessu lista.

eftir Auði Jónsdóttur (bls. 37 – 54)

bottom of page