top of page

Þúsund orða virði 
bls. 57-69

Skylduverkefni:

Kafli 2: 

Úr bókinni Smásagnasmáræði sem nálgast má hvort sem er á bókasafninu eða hljóðbókina með því að smella á myndina hérna fyrir neðan.

 

Allir ná sér í bók á bókasafninu.

Hvor saga er einn kafli,

1. Kafli er þá Reiði og 2. Kafli Þúsund orða virði

Svara. Búa til google docs skjal og svara spurningunum inn á það. Einnig má svara á blað og taka mynd af því og setja inn í möppuna ykkar. Ef ykkur hugnast hvorugt þá má að sjálfsögðu taka spurningarnar fyrir munnlega, sem sagt taka svörin ykkar upp (hvort sem er á mynd eða eingöngu hljóð).

 

Hér er í góðu lagi að ræða saman um skoðanir ykkar en hver og einn skilar í sína möppu.

 

  1. Reiði sögumannsins beinist að hluta til að myndavélasímanum -  er sagan dæmisaga um hraðann í samskiptatækni sem við ráðum ekki við og höfum ekki þroska til að meðhöndla?
     

  2. Hvað veldur því að sögumaður ræðst af svo mikilli heift á Rikka?
     

  3. Af hverju stígur sögumaður ekki fram og viðurkennir mistök sín? Hvaða völd öðlast vinur sögumannsins, Jón Páll yfir honum?
     

  4. Hvað með viðbrögð skólastjórans? Eru þau skiljanleg? Er líklegt að skólastjóri bregðist svona við í raunveruleikanum?
     

  5. Hefði strákurinn brugðist öðruvísi við ef hann hefði ekki verið formaður nemendafélagsins? Hefði hann átt auðveldara með að játa á sig sökina ef hann hefði ekki gegnt þeirri stöðu?

Hér er í góðu lagi að ræða saman um skoðanir ykkar en hver og einn skilar í sína möppu.

 

  1. Veljið ykkur 8 samfelldar línur úr sögunni og skrifið upp textann á línustrikað blað, takið mynd af því og setjið í möppuna ykkar.
     

  2. Endursegið söguna á myndbandi eða á hljóðupptöku.
     

  3. Hvernig vinnur sögumaður úr þessu í framtíðinni? Segir hann Júlíu einhvern tíma frá þessu? Af hverju heldur þú það?
     

  4. Haldið þið að sögumaður og vinur hans, Jón Páll, eigi eftir að vera vinir lengi? Ríkir traust milli þeirra? Hvað finnst ykkur?
     

  5. Semdu ljóð um efni sögunnar.

Valverkefni:

Veldu verkefni af þessu lista.

eftir Björn Braga Arnarsson

bottom of page