
Þúsund orða virði
bls. 57-69
Skylduverkefni:
Kafli 2:
Úr bókinni Smásagnasmáræði sem nálgast má hvort sem er á bókasafninu eða hljóðbókina með því að smella á myndina hérna fyrir neðan.
Allir ná sér í bók á bókasafninu.
Hvor saga er einn kafli,
1. Kafli er þá Reiði og 2. Kafli Þúsund orða virði
Svara. Búa til google docs skjal og svara spurningunum inn á það. Einnig má svara á blað og taka mynd af því og setja inn í möppuna ykkar. Ef ykkur hugnast hvorugt þá má að sjálfsögðu taka spurningarnar fyrir munnlega, sem sagt taka svörin ykkar upp (hvort sem er á mynd eða eingöngu hljóð).
Hér er í góðu lagi að ræða saman um skoðanir ykkar en hver og einn skilar í sína möppu.
-
Reiði sögumannsins beinist að hluta til að myndavélasímanum - er sagan dæmisaga um hraðann í samskiptatækni sem við ráðum ekki við og höfum ekki þroska til að meðhöndla?
-
Hvað veldur því að sögumaður ræðst af svo mikilli heift á Rikka?
-
Af hverju stígur sögumaður ekki fram og viðurkennir mistök sín? Hvaða völd öðlast vinur sögumannsins, Jón Páll yfir honum?
-
Hvað með viðbrögð skólastjórans? Eru þau skiljanleg? Er líklegt að skólastjóri bregðist svona við í raunveruleikanum?
-
Hefði strákurinn brugðist öðruvísi við ef hann hefði ekki verið formaður nemendafélagsins? Hefði hann átt auðveldara með að játa á sig sökina ef hann hefði ekki gegnt þeirri stöðu?
Hér er í góðu lagi að ræða saman um skoðanir ykkar en hver og einn skilar í sína möppu.
-
Veljið ykkur 8 samfelldar línur úr sögunni og skrifið upp textann á línustrikað blað, takið mynd af því og setjið í möppuna ykkar.
-
Endursegið söguna á myndbandi eða á hljóðupptöku.
-
Hvernig vinnur sögumaður úr þessu í framtíðinni? Segir hann Júlíu einhvern tíma frá þessu? Af hverju heldur þú það?
-
Haldið þið að sögumaður og vinur hans, Jón Páll, eigi eftir að vera vinir lengi? Ríkir traust milli þeirra? Hvað finnst ykkur?
-
Semdu ljóð um efni sögunnar.
Valverkefni:

Veldu 3 verkefni af þessu lista.
eftir Björn Braga Arnarsson
