
Massi, rúmmál og eðlismassi
Lesið bls. 66-68 í bókinni Eðlisfræði 1 eða hlustið á hljóðbókina með því að smella á bókina hérna fyrir neðan.
Kafli 1:
Það er alltaf gott að glósa.
Lesið líka eftirfarandi greinar af Vísindavefnum
(Verkefninu má skila sem myndbandi eða sem skjali)
-
Útskýrðu muninn á massa og þyngd með þínum eigin orðum.
-
Útskýrðu eðlismassa með eigin orðum.
-
Finnið eðlismassa hlutar sem hefur massann 280g og rúmmálið 70cm3
-
Finnið massa hlutar sem hefur rúmmálið 25cm3 og eðlismassann 1,4 g/cm3
-
Finnið rúmmál hlutar sem hefur massann 100g og eðlismassann 2,25 g/cm3
-

Skylduverkefni 1:
Horfðu síðan á þetta myndband.
(Verkefninu má skila sem myndbandi eða sem skjali)
-
Notið töfluna í bókinni Eðlisfræði 1 á bls. 132 til að ákvarða eftirfarandi:
a. Flýtur gler í brennisteinssýru?
b. Flýtur gull í kvikasilfri?
c. Flýtur ís í terpentínu?
-
Að lokum gerið þið litla athugun heima. Fáið ykkur tóma plastflösku (2 lítra gos flaska er fín) og setjið í frysti. Passið að skrúfa tappann þétt þannig að ekkert loft komist úr flöskunni. Látið hana standa í allavega 6 klukkustundir (yfir nótt er ágætt). Útskýrðu hvað gerðist. Þú getur stuðst við þessar spurningar til að komast að niðurstöðu.
Hefur massi andrúmsloftsins í flöskunni breyst? Þyngdin kannski? Hvað breyttist?
Takið mynd af flöskunni og látið fylgja niðurstöðunni.
Skylduverkefni 2:
