top of page

Alþingi

Skylduverkefni:

1. Þingfundir eru haldnir fjóra daga í viku. Kynntu þér dagskrá næsta þingfundar og skráðu hjá þér hvaða mál eru á dagskrá. Undir hvaða lið mundir þú vilja taka til máls?

Gerðu uppkast að ræðu þinni.

 

 

2. Á hverju þingi eru afgreidd mörg lög. Ferill lagafrumvarps er sýndur í sérstöku herbergi. Skoðaðu þar hvernig lög verða til. Finndu lög sem nýlega hafa verið samþykkt á Alþingi, segðu stuttlega frá efni þeirra og hvaða áhrif þau eru líkleg til að hafa í þjóðfélaginu?

 

 

3. Finndu kosningaherbergið. Þar er m.a. greint frá niðurstöðum síðustu kosninga og sýnd kjördæmaskipan. Í hvaða kjördæmi ert þú? Hvernig skiptast þingmenn í þínu kjördæmi á þingflokkana?

 

 

4. Ýmsar leiðir eru færar fyrir einstaklinga og hópa til að hafa áhrif á og taka þátt í lýðræðisþjóðfélaginu. Á þingpöllunum er persóna sem segir frá hvaða leiðir má fara til að láta að sér kveða. Hvaða leið mundir þú velja til koma þínum sjónarmiðum og skoðunum á framfæri?

 

 

5. Hvaða málefni mundir þú taka til umræðu ef þú værir þingmaður?

 

Í þessum verkefnum er mikilvægt að glósa. Það má gera bæði í tölvu eða á blað.

Vinnið og skilið í Drive eða á Showbie.
Hér þarf að notast við vefinn
ungmennavefur.is

Veljið annað hvort A eða B og svarið vel. vísið í heimildir þar sem við á.


A) Fjallaðu um annanhvorn ríkisstjórnarflokkinn, stefnumál, helstu leiðtoga, sögu, hversu oft hefur hann tekið þátt í ríkisstjórn. Er hann hægri eða vinstri flokkur.

 

B) Fjallaðu um einn flokk úr minnihlutanum, stefnumál, helstu leiðtoga, sögu, hversu oft hefur hann tekið þátt í ríkisstjórn. Er hann hægri eða vinstri flokkur. 

 

Valverkefni:

Kafli 1: 

Hér þarf að styðjast við bókina (smellið á myndina hérna fyrir neðan), heimasíðuna ungmennavefur.is og netið almennt.

Fingurnir merkja hve margir mega vinna verkefnin saman.
 
Venjulega er það þannig að því fleiri sem vinna saman, því meira er lagt í verkefnið.
 
Meiri metnaður skilar hærri einkunn.

Leifur Viðarsson

 

bottom of page