
Alþingi
Skylduverkefni:
1. Þingfundir eru haldnir fjóra daga í viku. Kynntu þér dagskrá næsta þingfundar og skráðu hjá þér hvaða mál eru á dagskrá. Undir hvaða lið mundir þú vilja taka til máls?
Gerðu uppkast að ræðu þinni.
2. Á hverju þingi eru afgreidd mörg lög. Ferill lagafrumvarps er sýndur í sérstöku herbergi. Skoðaðu þar hvernig lög verða til. Finndu lög sem nýlega hafa verið samþykkt á Alþingi, segðu stuttlega frá efni þeirra og hvaða áhrif þau eru líkleg til að hafa í þjóðfélaginu?
3. Finndu kosningaherbergið. Þar er m.a. greint frá niðurstöðum síðustu kosninga og sýnd kjördæmaskipan. Í hvaða kjördæmi ert þú? Hvernig skiptast þingmenn í þínu kjördæmi á þingflokkana?
4. Ýmsar leiðir eru færar fyrir einstaklinga og hópa til að hafa áhrif á og taka þátt í lýðræðisþjóðfélaginu. Á þingpöllunum er persóna sem segir frá hvaða leiðir má fara til að láta að sér kveða. Hvaða leið mundir þú velja til koma þínum sjónarmiðum og skoðunum á framfæri?
5. Hvaða málefni mundir þú taka til umræðu ef þú værir þingmaður?

Í þessum verkefnum er mikilvægt að glósa. Það má gera bæði í tölvu eða á blað.
Vinnið og skilið í Drive eða á Showbie.
Hér þarf að notast við vefinn ungmennavefur.is
Veljið annað hvort A eða B og svarið vel. vísið í heimildir þar sem við á.
A) Fjallaðu um annanhvorn ríkisstjórnarflokkinn, stefnumál, helstu leiðtoga, sögu, hversu oft hefur hann tekið þátt í ríkisstjórn. Er hann hægri eða vinstri flokkur.
B) Fjallaðu um einn flokk úr minnihlutanum, stefnumál, helstu leiðtoga, sögu, hversu oft hefur hann tekið þátt í ríkisstjórn. Er hann hægri eða vinstri flokkur.
Valverkefni:

Kafli 1:
Hér þarf að styðjast við bókina (smellið á myndina hérna fyrir neðan), heimasíðuna ungmennavefur.is og netið almennt.