top of page

Alþingi

Skylduverkefni:

Taktu þessa könnun. Passaðu að vera búin(n) að undirbúa þig vel.

 

8. bekkur

9. bekkur

 

10. bekkur


 

Í þessum verkefnum er mikilvægt að glósa. Það má gera bæði í tölvu eða á blað.

Vinnið og skilið í Drive eða á Showbie.
Hér þarf að notast við vefinn
ungmennavefur.is

Veljið annað hvort A eða B og svarið vel. vísið í heimildir þar sem við á.


A) Hvernig valið er á þing

Fyrsta regla lýðræðisfyrirkomulags okkar eru almennar þingkosningar. Ákveðnar reglur gilda um hvernig valið er á þing. Meginreglan er sú að kosið sé til þings á fjögurra ára fresti. Kynnið ykkur fyrirkomulag þingkosninga og hvernig unnið er úr niðurstöðum þeirra. Skoðið eftirfarandi atriði sérstaklega:

 

a) Frambjóðendur og kjósendur.

b) Stjórnmálaflokka.

c) Kosningafyrirkomulag.

d) Niðurstaða kosninga ­– úthlutun þingsæta

 

 

B) Fulltrúar okkar á þingi

Starf þingmanna er mjög mikilvægt og fjölþætt. Aflið ykkur upplýsinga um í hverju þetta starf er fólgið. Gott getur verið að beina sjónum að eftirfarandi þáttum:

 

a) Hverjir sitja á þingi nú og fyrir hvaða flokka?

b) Hvernig starfa þingflokkar?

c) Hver er ábyrgð þingmanna?

d) Hvernig hefur þingmaður samband við kjósendur?

e) Í hverju er starf þingmanns fólgið?

 

C) Fjárlög

Ein mikilvægasta umræða í þinginu á hverju ári er umræðan um fjárlögin. Þar er tekist á um með hvaða móti öflun og ráðstöfun fjármuna ríkissjóðs skuli fara fram. Kynnið ykkur hvernig staðið er að fjárlagagerð.

 

a) Til hvers eru fjárlög?

b) Af hverju eru fjárlög mikilvæg?

c) Hvernig verða fjárlög til?

d) Hvaðan koma fjármunirnir og hverjir eru helstu liðir fjárlaga?

 

Valverkefni:

Kafli 4: 

Hér þarf að styðjast við bókina (smellið á myndina hérna fyrir neðan), heimasíðuna ungmennavefur.is og netið almennt.

bottom of page