top of page

Alþingi

Skylduverkefni:

1. Kynntu þér þrískiptingu valds. Hvernig er hún í öðrum löndum í kringum okkur, t.d. Norðurlöndunum, Bretlandi og Bandaríkjunum. Hvers vegna skiptir hún máli og hvert er fjórða valdið?

 

2. Lagasetning

Lög eru leikreglur þjóðfélagsins sem gilda fyrir alla þegna þess. Þau eru undirstaða í stjórnun þjóðfélagsins alls sem og í samskiptum þess við önnur ríki. Aflið ykkur upplýsinga um hvernig lög verða til og hvað býr að baki lagasetninga. Í athugun ykkar getið þið stuðst við eftirfarandi atriði:  

 

a) Af hverju þarf lög?

b) Hvað kemur hugmynd að lagasetningu af stað?

c) Feril lagafrumvarps.

d) Hvað eru reglugerðir?

e) Á hvern hátt sker stjórnarskráin sig frá öðrum lögum?

f) Hvernig vitum við hvaða lög eru í gildi?

 

Í þessum verkefnum er mikilvægt að glósa. Það má gera bæði í tölvu eða á blað.

Vinnið og skilið í Drive eða á Showbie.
Hér þarf að notast við vefinn
ungmennavefur.is

Veljið annað hvort A eða B og svarið vel. vísið í heimildir þar sem við á.


A) Búðu til þinn eigin stjórnmálaflokk. Hann verður að hafa málefnaskrá/stefnuskrá, þú verður að gera grein fyrir því fyrir hvað hann stendur, er hann hægri, miðju eða vinstriflokkkur, eða ekkert af því. Taktu afstöðu til nokkura hitamála, t.d. evrópusambandsins, gjaldeyris, orkunýtingar eða stóriðju.

 

B) Búðu til töflu sem sýnir helstu áherslur þeirra sex flokka sem sitja á Alþingi, hvar skarast áherslur flokkana og hvar eru greinileg skil á milli.

 

Valverkefni:

Kafli 2: 

Hér þarf að styðjast við bókina (smellið á myndina hérna fyrir neðan), heimasíðuna ungmennavefur.is og netið almennt.

bottom of page