top of page

Upplestur of framsögn

Fann fjársjóð á Mont Blanc

Skylduverkefni:

Veldu 1 verkefni af þessum lista.

  1. Lestu upp fréttina og sendu á kennara. Æfðu þig nokkrum sinnum áður. Best væri ef þú gætir beðið einhvern um að hlusta á þig og gefa þér ráð áður en þú sendir upplesturinn á kennara. Athugaðu að upplesturinn má ekki vera lengri en 1 mínúta og 50 sekúndur því annars er ekki hægt að senda hann í gegnum showbie.
     

  2. Endusegðu fréttina og taktu upp. Vandaðu endursögnina og láttu aðalatriðin koma fram. Sendu á kennara.

 

Franskur fjallgöngumaður sem gekk á Mont Blanc fann nýverið fjársjóð í hlíðum fjallsins. Fjársjóðurinn er metinn á rúmlega 40 milljónir króna. Fjársjóðurinn var í stálboxi, en í því voru smaragðar, roðasteinar og safírar. Boxið er talið vera úr flugvél sem fórst í fjallinu fyrir um 50 árum síðan. Fjallgöngumaðurinn skilaði fjársjóðnum til lögreglunnar.

 

Sylvain Merly, talsmaður frönsku lögreglunnar, segir að fjallgöngumaðurinn hafi áttað sig á að fjársjóðurinn tilheyrði einhverjum sem fórst á fjallinu. Hún segir að poki í boxinu hefði verið með áletrunina „Made in India“. Franska lögreglan er að reyna að grafast fyrir um hver gæti hafa átt fjársjóðinn. Hún hefur haft samband við yfirvöld á Indlandi. Samkvæmt lögum í Frakklandi er finnandi fjársjóðs lögmætur eigandi hans ef ekki tekst að hafa upp á eigandanum.

 

Tvær indverskar flugvélar fórust við Mont Blanc 1950 og 1966. Fjallgöngumenn sem ganga á fjallið finna öðru hverju brak og líkamsleifar úr flugvélunum.

Kafli 1: 

bottom of page