
Ritun og tjáning
T I T A N I C
Valverkefni:
Veldu þér 3 verkefni að lágmarki af þessum lista.

-
Finndu mynd af fjórstrompa ferlíkinu og skrifaðu 150-200 orð um smíði þess og hina örlagaríku jómfrúarferð þess.
-
Finndu upplýsingar og mynd af farþega sem komst lífs af og segðu frá upplifun hans og sögu.
-
Veldu þér línur úr ljóðinu og gerðu nákvæma mynd við þær. Þú ræður hvort
-
Syngdu eða spilaðu titillagið úr Titanic myndinni og sendu upptöku af söngnum á kennara eða syngdu eða spilaðu fyrir samnemendur þína.
-
Gerðu myndasögu um Titanic. Þú ræður hvort þú teiknar myndirnar eða tekur þær af netinu. Gott væri að þú settir inn texta við flestar myndirnar eða tal- og hugsanaský.
Á meðan fjórstrompa ferlíkið
æðir óhindrað inn í
stjörnubjarta íshafsnóttina og
svitastorknir sótararnir moka á
eldinn í iðrum þess og
hefðarfrúin mátar eðalskart
fyrir kvöldverðinn með
kafteininum sitja hróðugir
smiðirnir á hafnarkránni og lyfta
krúsum fyrir glæstum sigri á
ÆGI KONUNGI
og hljómsveitin stillir saman
strengi sína…
… fyrir
kvöldvaktina
Höf. Sólmundur Friðriksson
Kafli 1:
Athugið að í ritunarverkefnum er horft í byggingu, málfar og stafsetningu.