
Ljóðmál og túlkun
Stál og hnífur
Skylduverkefni:
Svaraðu 5 verkefnum af þessum lista:

-
Rifjaðu upp hvernig maður finnur persónugervingu í ljóðum með því að lesa glæru númer 6 hérna fyrir ofan. Nefndu svo dæmi um persónugervingu í ljóðinu.
-
Rifjaðu upp hvernig maður finnur viðlíkingu í ljóðum með því að lesa glæru númer 2 hérna fyrir ofan. Nefndu svo dæmi um 2 viðlíkingar í ljóðinu.
-
Af hverju er manneskjan í ljóðinu svona viss um að hún muni deyja?
-
Manneskjan segist vera farandverkamaður og stál og hnífur sé merkið sitt. Hvað vinnur hún við og hvað á hún við með því að segja að þessi hlutir séu merkið hans?
-
Miðað við hvað þig langar að vinna við í dag, hannaðu eða komdu með mynd af þínu merki?
-
Hvort finnst þér manneskjan vera maður eða kona? Rökstyddu svarið þitt.
-
Reyndu að finna eins mörg orð og þú getur um það sem hefur verið notað um dauðann (gott er að nota Samheitaorðabók hér).
Þegar ég vaknaði um morguninn
er þú komst inn til mín.
Hörund þitt eins og silki
andlitið eins og postulín.
Við bryggjuna bátur vaggar hljótt,
í nótt mun ég deyja.
Mig dreymdi dauðinn segði komdu fljótt
það er svo marg sem ég ætla þér að segja.
Ef ég drukkna, drukkna í nótt,
ef þeir mig finna.
Þú getur komið og mig sótt
þá vil ég á það minna.
Stál og hnífur er merki mitt
merki farandverkamanna.
Þitt var mitt og mitt var þitt
meðan ég bjó á meðal manna.
Höf. Bubbi Morthens




Kafli 4:
Athugið að í ritunarverkefnum er horft í byggingu, málfar og stafsetningu.