
Boð og bönn
Lagið um það sem er bannað
Skylduverkefni:
Svaraðu 4 verkefnum af þessum lista:

-
Hvaða orð er algengast í ljóðinu? Athugaðu að nokkur orð koma til greina en eitt þeirra hefur sterkasta merkingu.
-
Nefndu 5 reglur sem eiga við um unglinga í dag um það sem má ekki gera í dag. Þessar reglur mega ekki koma fram í ljóðinni.
-
Bættu einu erindi við ljóðið frá eigin brjósti um það sem ekki má gera.
-
Skrifaðu upp 5 atriði sem börn mega ekki gera samkvæmt ljóðinu.
-
Ertu á móti einhverju af þeim bönnum sem talin eru upp í ljóðinu? Skrifaðu 50-150 orð um skoðun sína og hvers vegna þú ert á móti viðkomandi banni eða bönnum.
-
Taktu myndir (eða teiknaðu) af því sem fjallað er um (bannað) í hverju erindi.
Það má ekki pissa bakvið hurð
og ekki henda grjóti oní skurð
ekki fara í bæinn
og kaupa popp og tyggjó
og ekki nota skrúfjárn fyrir sleikjó
Það má ekki vaða út í sjó
og ekki fylla húfuna af snjó
ekki tína blómin
sem eru út í beði
og ekki segja ráddi heldur réði.
Þetta fullorðna fólk er svo skrýtið
það er alltaf að skamma mann
þó maður geri ekki neitt
það er alltaf að skamma mann.
Það má ekki skoða lítinn kall
og ekki gefa ketti drullumall
og ekki skjóta pabba
með byssunni hennar ömmu
og ekki tína orma handa mömmu
Það má ekki hjóla inn í búð
og ekki gefa litla bróður snúð
ekki fara að hlæja
þó einhver sé að detta
- ekki gera hitt og ekki þetta.
Þetta fullorðna fólk er svo skrýtið
það er alltaf að skamma mann
þó maður geri ekki neitt
það er alltaf að skamma mann.
Kafli 7:
Athugið að í ritunarverkefnum er horft í byggingu, málfar og stafsetningu.