top of page

Ljóðstafir

Blátt lítið blóm eitt er

Skylduverkefni:

  1. Rifjaðu upp hvernig maður finnur ljóðstafi (stuðla og höfuðstafi) í ljóðum með því að lesa skjalið hérna fyrir ofan. Finndu svo stuðla og höfuðstafi í ljóðinu.

 

Blátt lítið blóm eitt er,

ber nafnið: Gleymdu ei mér,

væri ég fleygur fugl,

flygi ég til þín.

Svo mína sálu nú

sigraða hefur þú,

engu ég unna má

öðru en þér.

 

Þýsk þjóðvísa.

Veldu annað hvort verkefnið hér að neðan:

  1. Hvað heitir blómið sem ljóðið er um? Settu mynd af því við svarið og bættu við 30-50 orðum um blómið sjálft. Þú getur bæði fundið upplýsingar á netinu og í plöntubókum.
     

  2. Er eitthvað blóm í uppáhaldi hjá þér? Ef svo er... geturðu þá sagt í 5-10 setningum afhverju það er í uppáhaldi eða samið um blómið stutt ljóð? Hafðu mynd af blóminu með.

 

Valverkefni:

Kafli 5: 

Athugið að í ritunarverkefnum er horft í byggingu, málfar og stafsetningu.

bottom of page