
Ljóðmál
Ástarjátning
Skylduverkefni:
Veldu þér 3 verkefni að lágmarki af þessum lista.

-
Gerðu ljósmyndaröð við innihald ljóðsins.
-
Teldu upp að minnsta kosti 5 tilfinningar sem þér detta í hug að eigi við ljóðið.
-
Gerðu myndband við ljóðið og veldu tónlist til að spila við það. Þú mátt lesa, syngja, rappa ljóðið í myndbandinu eða láta textann birtast á skjánum.
-
Skrifaðu 1 – 2 erindi í framhaldi af ljóðinu hér að ofan. Stílformið á að vera það sama en viðkomandi tjáir ást sína á annan hátt heldur en kemur fram í ljóðinu.
-
Finndu 2 önnur ástarljóð eða lög á íslensku, mega vera þýddir söngtextar eftir þekkta tónlistarmenn, skrifaðu þau upp og hafðu mynd við.
-
Skrifaðu um það bil hundrað orða frétt sem tengist ást á einhvern hátt.
Ég skrifaði:
Ég elska þig!
á ísinn með skautunum mínum.
En sólin kom og þíddi
svellið áður en ég fékk kjark til að sýna þér það.
Þú sást það aldrei.
Ég skar út:
Ég plús þú!
á tréð okkar með hnífnum mínum.
En þegar við lögðum leið okkar þangað
var búið að fella tréð.
Þú last það aldrei.
Ég teiknaði:
Hjarta utan um stafina okkar!
í fjöruborðinu með fingrum mínum.
En þegar ég vildi sýna þér það
hafði flóðið hrifsað myndina með sér.
Þú sást það aldrei.
Ég orti:
Ástarljóð til þín!
á afmælisdaginn þinn – frá hjarta mínu.
En þegar ég ætlaði að flytja þér það
hafðirðu hitt aðra.
Þú heyrðir það aldrei.
Höf. Guðlaug Björgvinsdóttir
Kafli 3:
Athugið að í ritunarverkefnum er horft í byggingu, málfar og stafsetningu.