top of page

Ljóðmál

Ævintýri

Skylduverkefni:

Svaraðu öllum verkefnunum af þessum lista:

  1. Rifjaðu upp hvernig maður finnur persónugervingu í ljóðum með því að lesa glæru númer 6 í glærupakkanum hér fyrir ofan. Nefndu svo 2 dæmi um persónugervingu í ljóðinu.
     

  2. Hvernig veður var áður en sólin fór að skína og komdu með tvö dæmi um það sem styður svar þitt.
     

  3. Hvers vegna eru mömmurnar litlar?
     

  4. Útskýrðu hvernig sandkassinn getur verið ævintýraland, til dæmis með því að segja frá því hvað hægt er að gera í ævintýralandinu.

 

Þegar sólin skín á malbikið

þurrkar hún upp pollana

og í stað blautra stígvéla

og braksins í hlæjandi regngöllum

koma litlar mömmur með dúkkuvagna

og litlir drengir sem breytast í bíla og flugvélar

í ævintýralandi sandkassans.

 

Höf. Guðlaug Björgvinsdóttir

Valverkefni. Veldu 2 verkefni af þessum lista:

  1. Skrifaðu ljóðið upp aftur og taktu sem flest sagnorð út og settu ný í staðinn að eigin vali.
     

  2. Skrifaðu ljóðið upp aftur og hafðu öll nafnorðin í eintölu.
     

  3. Ímyndaðu þér að það hefði snjóað en ekki rignt og semdu nýtt ljóð sem um það um það sem gæti hafa gerst þá.
     

  4. Farðu út og taktu að minnsta kosti 3 myndir sem eiga við ljóðið. Þú mátt gjarnan fá einhvern þér til aðstoðar.

 

Valverkefni:

Kafli 2: 

Athugið að í ritunarverkefnum er horft í byggingu, málfar og stafsetningu.

bottom of page