top of page

Hin endanlega lausn 1

Skylduverkefni:

Horfðu á myndbanið eða/og lestu textann fyrir neðan.

 

Taktu svo könnunina neðst á síðunni.

Tæpu ári áður en seinni heimsstyrjöldin skall á af fullum þunga hafði Hitler tekist að sannfæra breska forsætisráðherrann um að Þjóðverjar væru ekki á höttunum eftir frekari ófriði. Ólíkt því þegar fyrri heimsstyrjöldin skall á var engin stemmning fyrir nýju stríði í álfunni. Hitler og félagar litu á þessa stríðsfælni sem dæmi um þann vanmátt sem Þúsund ára ríkið gæti notað sér í hag.

Eftir að hafa skrifað Mein Kampf og haldið ótal ræður hafði Hitler tekist að búa til heimsmynd fyrir sjálfan sig og nasista sem blandaði saman ólíklegustu þráðum í eina risastóra hugmynd. Hitler og nasistar voru með einhverja undarlega hugmynd um heilbrigði á heilanum. Markmið þeirra var að láta samfélagið passa við þessa hugmynd. Það var ekkert pláss fyrir ögranir eða frávik. Samkynhneigðir áttu ekki að vera til og fatlaðir helst ekki heldur. Verstir voru þó Gyðingarnir. Hitler varð sífellt sannfærðari um að meira og minna öll ógæfa Þjóðverja væri Gyðingum að kenna. Þeir væru á bak við kommúnismann, þeir væru á bak við fyrri heimsstyrjöldina, þeir væru stóra vandamálið.

Nasistar ákváðu að reyna að fæla Gyðinga úr landi. Nótt eina gerðu þeir árásir á verslanir og aðsetur Gyðinga, brutu rúður og frömdu skemmdarverk. Það er kallað Kristalsnóttinn vegna glerbrotanna sem lágu eins og hráviði eftir atganginn. Margir Gyðingar forðuðu sér úr landi en alls ekki allir.

1. september 1939 lét Hitler ráðast á Pólland. Hann hafði gert samning við Satlín austur í Sovétríkjunum um að Þýskaland og Sovétríkin réður ekki hvort að öðru og myndu skipta Póllandi á milli sín. Nú varð öllum ljóst að hugmyndin um frið væri óskhyggja. Bretar og Frakkar áttu engan annan kost en að lýsa yfir stríði.

Í fyrstu var Þýskaland óstöðvandi. Hitler beitti nýjum baráttuaðferðum. Hann notaðist við „leifturstríð“ (Blitzkrieg). Í stað þess að mæta með vörubílsfarma af hermönnum sem tóku til við að grafa skotgrafir við fyrsta hentuga færi var hraði og snerpa það sem allt snerist um. venjulega komu fyrst loftárásir með sérhönnuðum sprengjuflugvélum. Flugvélarnar voru útbúnar með flautum sem ýlfruðu þegar þær gerðu árás. Það var gert til að hræða fólk. Þegar flugvélarnar höfðu lokið sér af komu skriðdrekar á fleygiferð og skutu allt í tætlur sem gat ógnað. Þá fyrst komu hermennirnir á harðahlaupum og réðust á það sem eftir var. Þrátt fyrir harða mótspyrnu Pólverja tókst Þjóðverjum að leggja landið undir sig með tiltölulega lítilli fyrirhöfn. Fleiri lönd fylgdu í kjölfarið.

Brátt færðist stríðið út á höfin. Þar höfðu Bretar ævinlega verið allra þjóða sterkastir. Það var þeim ægilegt áfall þegar Þjóðverjar virtust hafa breytt því. Risaorrystuskipið Bismarck átti í litum vandræðum með að tæta sig gegnum skipaflota Breta skammt vestan við Ísland. Drunurnar af skotbardaganum heyrðust alla leið til Íslenskra bæja. Þar dóu tæplega 1.500 menn á stuttum tíma. Nokkrum dögum seinna var Bismarck sökkt eftir að skipið hafði fyrir stórkostlega óheppni laskast á stýri eftir loftárás og gat ekki annað en siglt í hringi. Meira að segja þessi ófreskja hafanna var varnarlaus þegar hún gat ekki lengur ráðið för sinni. Þar dóu allir nema 114 af 2.200 manna áhöfn.

Á hátindi veldis síns hafði Þjóðverjum tekist að leggja undir sig meginhluta Evrópu. Þeir gerðu bandalag við fasistana á Ítalíu og saman kölluðust þerri ríki Öxulveldin. Þeir réðust í allar áttir, tóku Frakkland og Benelúxlöndin, löndin í Mið-Evrópu (nema Sviss), Noreg og megnið af Austur-Evrópu líka. Meira að segja Norður-Afríka varð vettvangur bardaga því það var greiðasta leiðin að miklum olíulindum í Arabíu. 

Í þessum verkefnum er mikilvægt að glósa. Það má gera bæði í tölvu eða á blað.

Kafli 3: 

bottom of page