top of page

Hin endanlega lausn 2

Skylduverkefni:

Horfðu á myndbanið eða/og lestu textann fyrir neðan.

 

Taktu svo könnunina neðst á síðunni.

Hitler var með háleitar hugmyndir um nýja ríkið og var byrjaður að láta arkítekt sinn Albert Speer hanna nýja höfuðborg. Ofsóknir á hendur þeim sem ekki pössuðu í heimsmynd nasistanna urðu ofsafengnari og Gyðingar voru einangraðir í gettóum eða borgarhlutum sem lokaðir voru af. Strax árið 1941 hófu embættismenn nasista leit að „endanlegri lausn gyðingavandamálsins“. Í kjölfar þess voru gettóin tæmt og Gyðingar settir í fangabúðir þar sem þeim var þrælað út við vinnu, oft fyrir virt þýsk fyrirtæki, og smám saman hóft raunveruleg útrýming Gyðinga þar sem þeir sem töldust illa færir um vinnu voru rændir og myrtir.

Í svona búðir sópuðust allir „óvinir“ þýska ríkisins, raunverulegir og ímyndaðir. Þarna voru kommúnistar, samkynhneigðir, Gyðingar, erlendir aðilar og raunverulegir glæpamenn allir í einni kös. Hættulegustu og siðblindustu glæpamennirnir voru oft gerðir að hálfgildings starfsmönnum og höfðu það hlutverk að halda aga á hinum föngunum. Margar frásagnir eru til að lífinu og dauðanum í búðum af þessi tagi og eru þær allar á einn veg. Þetta voru einhverjar þær hryllilegustu aðstæður sem menn hafa boðið öðrum mönnum upp á. Fólk var drepið af engu tilefni. Pyntingar og niðurlæging var daglegt brauð. Þeir sem ekki dóu (og mjög margir dóu) vöknuðu á nóttunni til að þræla allan daginn án þess að fá nægilega hvíld eða mat. Enda vesluðust menn upp og urðu smám saman lítið annað en gangandi beinagrindur. Þegar ekki var þörf fyrir mann lengur var maður annað hvort drepinn eða látinn deyja. Sjúkdómar, hungur og sjálfsmorð voru daglegt brauð.

Í þessum verkefnum er mikilvægt að glósa. Það má gera bæði í tölvu eða á blað.

Kafli 4: 

bottom of page