top of page

Hin endanlega lausn 3

Skylduverkefni:

Horfðu á myndbanið eða/og lestu textann fyrir neðan.

 

Taktu svo könnunina neðst á síðunni.

Vitað er um tvo Íslendinga sem lentu í slíkum búðum. Fyrir tilviljun voru þeir í sömu búðum á sama tíma. Þeir náðu þó ekki að hittast því annar dó úr veikindum áður en hinum tókst að hafa upp á honum. Sá sem lifði kom seinn aftur til Íslands og reyndi að lýsa hryllingnum fyrir þjóðinni en hún var ekki að öllu leyti áhugasöm um þessar upplýsingar. Sálfur fyrsti forseti Íslands átti son sem barðist með nasistum og gekk í hinar aldæmdu SS-sveitir sem þekktar voru fyrir hörku og grimmd. Hann sneri líka heim eftir stríð. Um það mátti heldur ekki tala mikið upphátt. 
Hið sama gerðist í Þýskalandi eftir stríðið. Framanaf vildu menn sem minnst vita og áttu erfitt með að horfast í augu við það að venjulegir Þjóðverjar hefðu horft upp á margt af því sem gerðist án þess að bregðast við.

En þegar stríðið var ungt og Þjóðverjar voru enn að vinna var engin stemmning fyrir gagnrýni eða úrtölum. Börn voru sett í Hitlersæskuna, sem var ungmennafélag sem átti að gera þau hraust, hlýðin og trygg Foringjanum. Allir sem vildu verða eitthvað eða komast áfram í viðskiptum eða menningu gengu í nasistaflokkinn. Göbbels áróðursmálaráðherra tók að sér að verða menningarráðherra og stjórnaði því hvaða kvikmyndir eða tónlist almenningur fékk að sjá og heyra. Allt til þess að tryggja að þýska þjóðin væri á einni skoðun og stæði að baki Foringja sínum. Þeir sem streittust of mikið á móti voru litnir hornauga eða fjarlægðir.

En stríðið gekk ekki endalaust eins og Hitler vildi. Hann hafði augastað á svæðum austur í Sovétríkjunum og ákvað að svíkja Stalín og ráðast í austur. Nú var hann að berjast á mörgum vígstöðvum. Hann hafði látið staðar numið og ekki lagt undir sig Bretland. Bretar sem höfðu átt erfitt uppdráttar framanaf styrktust smám saman. Þeir lögðu undir sig Ísland og höfðu að bækistöð í norðri.

Framanaf vildu Bandaríkjamenn ekki sjá það að fara í annað stríð en þeir höfðu ekki um annað að velja þegar Japanir, sem gengu í bandalag með Þýskalandi og Ítalíu, réðust á bækistöð Bandaríkjanna í Perluhöfn á Hawaii. Úr varð réttnefnd heimsstyrjöld sem ólgaði um allan hnöttinn.

Í þessum verkefnum er mikilvægt að glósa. Það má gera bæði í tölvu eða á blað.

Kafli 5: 

bottom of page