top of page

Innrásin frá Mars

Lestu textann og glósaðu. 

 

Taktu svo könnunina neðst á síðunni.

Skylduverkefni:

Menn hafa lengi þekkt reikistjörnuna Mars enda er hún greinileg með berum augum frá jörðu. Oft hefur hún á sér daufan rauðan blæ þar sem hún sindrar á himninum. Það er kannski þess vegna sem Mars var snemma nefnd eftir stríðsguðum. Lestu það sem stendur um Mars og goðsagnarverur á her fyrir neðan. Þú getur síðan lesið meira um Mars á [STJÖRNUFRÆÐIVEFNUM].

 

  • Mars (Ares) var stríðsguð Rómverja, sonur Júpíters og Júnó, en einnig verndari landbúnaðar og heilsu manna. Mars var faðir Rómúlusar og Remusar sem sagðir eru hafa stofnað Rómaborg á Palatínhæð árið 753 f.Kr. 

 

  • Við Mars er kenndur þriðji mánuður ársins, sem jafnframt var fyrsti mánuður ársins í tímatali Rómverja.
     

  • Í mörgum tungumálum er þriðjudagur einnig dagur Mars, samanber mardi í frönsku, martedi á ítölsku og martes á spænsku.
     

  • Norræni guðinn Týr samsvarar Mars og áður fyrr kallaðist þriðjudagur týsdagur hér á landi eins og hann gerir enn í Danmörku.
     

  • Í öðrum menningarsamfélögum voru svipuð heiti á reikistjörnunni. Forn-Egiptar kölluðu reikistjörnuna Har Descher sem þýðir sá rauði.
     

  • Í goðafræði Hindúa var Mars þekktur sem stríðsguðinn Karttikeya og Babýlóníumenn nefndu Mars Salbatanu. Í keltneskri goðafræði var hann þekktur sem Belatu-Cadros. 
     

  • Tákn reikistjörnunnar, hringur með ör sem bendir upp út frá hringnum, er stjörnuspekilegt tákn Mars. Táknar það skjöld og spjót sem rómverski guðinn Mars átti og notaði. Táknið er einnig þekkt í líffræði og lýsir karlkyni.

 

Kafli 1: 

bottom of page