top of page

Innrásin frá Mars

Lestu textann og glósaðu. 

 

Taktu svo könnunina neðst á síðunni.

Skylduverkefni:

Meira um Mars í bókmenntum og menningu

 

Á Stjörnufræðivefnum stendur þetta:

 

Aragrúi af bókmenntaverkum, jafnt skáldsögum sem teiknimyndasögum, gerast á Mars að einhverju leyti. Frægir rithöfundar á borð við Herbert G. Wells (Ósýnilegi maðurinn, Tímavélin og Eyja doktor Moreau), Edgar Rice Burroughs (Tarzan apabróðir) og Arthur C. Clarke (2001: A Space Odyssey) hafa allir samið sögur sem fjalla um Mars. Saga Wells um Innrásina frá Mars er ef til vill einna frægust. 

 

Ekki eru bókmenntir þó eina listgreinin sem hrífst af Mars eða Marsbúum. Jafnan hafa myndir sem fjalla um geimverur halað inn miklum peningum í Hollywood. Þar er Mars engin undantekning enda hefur fjöldi (misgóðra) kvikmynda, sem á einhvern hátt tengjast plánetunni rauðu, litið dagsins ljós. Þekktustu myndirnar eru vafalaust Total Recall sem skartaði m.a. Arnold Schwarzenegger, Mars Attacks eftir Tim Burton, Mission to Mars með Tim Robbins og Gary Sinise og Red Planet með Val Kilmer. 

 

Tónlistarmenn fara heldur ekki varhluta af Marsáhuganum. Árið 1918 var tónverkið Pláneturnar eftir ensk-sænska tónskáldið Gústav Holst frumflutt. Þótt það sé samið undir áhrifum frá stjörnuspeki er tónlistin undurfögur en kraftmikil um leið. Verkið fjallar aðeins um sjö reikistjörnur en jörðin var ekki tekin með. Verkið um Mars er mjög fallegt, kraftmikið og drungalegt og maður sér fyrir sér hermenn, sprengjur og hörmungar hernaðarbrölts. Þótt ótrúlegt sé var þessi hluti verksins saminn töluvert fyrir fyrri heimsstyrjöldina og áður en skriðdrekar og flugvélar komu til sögunnar!

 

Stjörnufræðiáhugamaðurinn David Bowie sendi frá sér lagið Life on Mars árið 1971 af plötunni Honky Dory.

 

Þekktasta tónverkið sem tengist Mars er þó að öllum líkindum rokkútgáfan af War of the Worlds eða Innrásin frá Mars eftir Jeff Wayne sem byggt er á skáldsögu H. G. Wells. Tónlistin var frumflutt árið 1978 og hefur platan með verkinu selst í meira en 13 milljónum eintaka sem þýðir að hún er í flokki með allra söluhæstu plötum sögunnar. Sinfóníuhljómsveit Íslands flutti verkið í tvígang þann 23. febrúar 2006. Vonandi sér Sinfóníuhljómsveitin sér fært að flytja verkið aftur í nánustu framtíð. 

 

Árið 2001 flutti gríska tónskáldið Vangelis tónverkið Mythodea til heiðurs 2001 Mars Odyssey geimfarinu. Ef til vill þekkja ekki margir nafnið Vangelis en hann hlaut Óskarsverðlaun fyrir tónlist sína í myndinni Chariots of Fire en samnefnt stef er fyrir löngu orðið ódauðlegt. Vangelis hefur samið tónlist fyrir kvikmyndirnar Blade Runner og 1492: Conquest of Paradise. Hann samdi auk þess tónlist fyrir Cosmos þætti Carls Sagan. 

 

Nú skaltu hlusta á David Bowie lagið Life on Mars.

Kafli 5: 

bottom of page