top of page

Innrásin frá Mars

Lestu textann og glósaðu. 

 

Skylduverkefni:

Eins og þegar er komið fram er langfrægasta bókmenntaverk um innrás MarsbúaInnrásin frá Mars (War of the Worlds) eftir H.G. Wells. Frægasta sviðsetning hennar er síðan útvarpsleikrit Orson Welles þar sem leikstjórinn lét sem um væri að ræða fréttir af innrás Marsbúa. Þessi sama saga var kvikmynduð og lék Tom Cruise aðalhlutverkið.

 

[HÉR MÁ NÁLGAST BÓK H.G. WELLS].

[HÉR ERU UPPLÝSINGAR UM KVIKMYNDINA].

 

Enn er ónefndur [SÖNGLEIKUR] eftir sömu sögu sem Jeff Wayne samdi og gaf út árið 1978. 

 

Í flestum tilfellum er söguþráðurinn sá sami. Geimverur ráðast á jörðina og nota tækni sem er miklu fremri tækni jarðarbúa, enda erum við fyrir geimverunum álíka vanþróuð og gerill sem vísindamaður skoðar í smásjá. Árás geimveranna veldur eyðileggingu og hörmungum þar sem sumir ganga af göflunum, aðrir vilja berjast og enn aðrir gefast upp. Einhverjir vilja fela sig undir yfirborði jarðar og búa í neðanjarðargöngum og námum. Loks, þegar allt virðist tapað, nema drápsvélar geimveranna skyndilega staðar. Þær höfðu stundað það að veiða menn sér til matar en virðast nú algerlega hreyfingarlausar. Í ljós kemur að einföldustu lífverur jarðar, kvefveirur, eru búnar að drepa allar geimverurnar – sem þrátt fyrir alla sína tækni og yfirburði voru varnarlausar gagnvart venjulegum og saklausum sjúkdómum.

 

Söngleikur Jeff Waynes er mjög dramatískur. Hann hefst á sögumanninum, sem leikinn er af breska stórleikaranum Richard Burton, sem segir frá innrásinni. Upphafsorðin eru mögnuð:

 

Enginn hefði trúað því við lok 19. aldar að verur utan úr geimnum hefðu vökult auga með mannlífinu. Engan gat dreymt að við værum rannsökuð á sama hátt og vísindamaður horfir á örverur svamla um og skipta sér í vatnsdropa. Fáir gerður sér einu sinni í hugarlund möguleikann á því að á öðrum reikistjörnum væri líf. Raunin var sú að vitsmunir sem stóðu okkur margfalt fremra störðu girndaraugum á Jörðina gegnum óravíddir geimsins og réðu ráðum sínum.

 

Nú skaltu hlusta á upphafið á söngleiknum. Það tekur tæpar 10 mínútur og má finna hér.

 

...

Kafli 3: 

bottom of page