top of page

Innrásin frá Mars

Lestu textann og glósaðu. 

 

Taktu svo könnunina neðst á síðunni.

Skylduverkefni:

Fylgitungl

 

Á Stjörnufræðivefnum kemur eftirfarandi fram:

 

Umhverfis Mars ganga tvö agnarsmá tungl sem talin eru smástirni sem fóru of nærri Mars og festust á braut um reikistjörnuna. Tunglin uppgötvaði Bandaríkjamaðurinn Asaph Hall árið 1877 og eru nefnd Fóbos og Deimos en þeir voru synir gríska guðsins Aresar (Mars). Nöfn þeirra merkja ótti og skelfing.  

 

Af tunglunum tveimur er Fóbos bæði stærra og nær en Deimos. Fóbos hringsólar um Mars í aðeins 6000 km hæð yfir yfirborðinu. Það þýðir að hann er nær móðurhnetti sínum en nokkurt annað fylgitungl reikistjarnanna. Flóðkraftar Mars eru þess valdandi að braut Fóbosar lækkar um 1,8 metra á öld og það þýðir að eftir um 50 milljón ár tvístrast það og myndar hring um Mars eða rekst á yfirborðið með tilheyrandi hamförum. Vegna sömu flóðkrafta snúa bæði tunglin alltaf sömu hliðinni að reikistjörnunni líkt og tungl jarðarinnar.  

 

Frá yfirborði Mars er Deimos álíka bjartur og Venus frá jörðinni. Á Marshimninum rís Deimos í austri og er tæpa þrjá sólarhringa að svífa þvert yfir himininn. Fóbos aftur á móti rís í vestri, sest í austri og rís aftur, allt á ellefu klukkustundum.

Kafli 6: 

bottom of page