
Innrásin frá Mars

Upprifjun:
Hér birtast spurningar sem komið geta á prófi úr öllum hlutum Marsmerkisins. Spurt getur verið um eitthvað af þessu eins og spurningarnar eru hér eða í breyttri mynd.
Renndu nú yfir spurningarnar og athugaðu hvort þú veist ekki svörinu, rifjaðu annars upp með því að horfa á myndböndin, lesa textana eða fara yfir glósurnar þínar.
-
Jafnvel frá Jörðu sést að Mars hefur einkennandi lit. Hver er hann?
-
Einkennislitur Mars hefur örugglega haft sín áhrif á það hvers konar guðir voru tengdir honum. Nefndu a.m.k. þrjá guði eða goðsagnarverur sem tengdar voru Mars.
-
Hvernig tengdust meintir stofnendur Rómarborgar Mars?
-
Hver eru tengsl Mars og nafna daganna í ensku og frönsku?
-
Segðu frá tunglum Mars. Hvað heita þau? Hvað þýða nöfnin? Hver uppgötvaði þau og hvenær?
-
Rektu söguna af því hvers vegna menn töldu líklegt að líf væri á Mars.
-
Hvert er tákn Mars. Hvað táknar það fleira?
-
Segðu frá helstu bókmenntaverkum sem tengjast Mars.
-
Segðu frá helstu tónverkum sem tengjast Mars.
-
Þekktu helstu tölfræðiupplysingar um Mars.
-
Um hvað fjallar lag Davie Bowie, Life on Mars?
-
Þekktu geimjeppann Curiosity mjög vel. Þú færð ekki að vita hvers verður spurt um hann fyrr en á prófinu.